Trúnaðaryfirlýsing

Gildistökudagur: Desember 2017

Þessi trúnaðaryfirlýsing gildir um orientalrivoli.com í eigu og rekið af Oriental Rivoli Hotel & Spa. Þessi trúnaðaryfirlýsing lýsir því hvernig við söfnum og notum persónuupplýsingar sem þú gefur upp á vefsíðunni okkar: orientalrivoli.com. Hún lýsir einnig hvaða valkostir eru í boði fyrir þig varðandi notkun á persónuupplýsingum þínum og hvernig þú getur nálgast og uppfært upplýsingarnar. Við gætum breytt trúnaðaryfirlýsingunni öðru hverju og því mælum við með því að skoða þessa síðu reglulega til að fylgjast vel með breytingum

Persónuupplýsingarnar sem við söfnum.

Persónuupplýsingarnar sem við söfnum eru meðal annars:

 • Fornafn, eftirnafn, netfang, símanúmer og heimilisfang;
 • Kreditkortaupplýsingar (tegund korts, kreditkortanúmer, nafn korthafa, gildistími og öryggisnúmer);
 • Upplýsingar um dvöl gesta, þar á meðal komudagur og brottfarardagur, sérstakar beiðnir, óskir um þjónustu (þar á meðal herbergjaval, aðstaða eða önnur þjónusta sem þú notar);
 • Upplýsingar sem þú gefur upp um markaðsstörf eða í könnunum, keppnum eða kynningum;

Þegar þú heimsækir vefsíðuna okkar, jafnvel þótt þú bókir ekki, kann að vera að við söfnum ákveðnum upplýsingum, eins og til dæmis IP-tölu, hvaða vafra þú notar, upplýsingum um stýrikerfi tölvunnar sem þú notar, útgáfu forrits, tungumálastillingum og hvaða síður þú hefur séð. Ef þú notar snjalltæki kann að vera að við söfnum gögnum sem auðkenna tækið þitt, stillingum og sérkennum tækisins og upplýsingum um lengdar- og breiddargráðu. Þegar þú bókar skráir kerfið okkar upplýsingar um hvernig þú bókaðir og á hvaða vefsíðu. Ef gögnin greina þig sem einstakling eru gögnin skilgreind sem persónuupplýsingar sem heyra undir trúnaðaryfirlýsinguna.

Þú getur alltaf valið hvaða persónuupplýsingar þú vilt gefa upp (ef nokkrar). Ef þú velur að veita okkur ekki ákveðnar upplýsingar gæti það þó haft áhrif á viðskipti þín við okkur.

Af hverju söfnum við, notum og deilum persónuupplýsingum þínum?

 • Bókanir: við notum persónuupplýsingarnar þínar til að ljúka við og vinna úr bókunum þínum á netinu.
 • Þjónusta við notendur: við notum persónuupplýsingarnar þínar til að geta þjónustað þig.
 • Gestaumsagnir: við gætum notað tengiliðsupplýsingar þínar til að bjóða þér með tölvupósti að skrifa gestaumsögn eftir dvöl. Þetta getur aðstoðað aðra ferðalanga við að velja gistingu sem hentar þeim best.
 • Markaðsstörf: við notum einnig upplýsingarnar þínar í markaðstilgangi, eins og lög leyfa.
 • Önnur samskipti: það gæti verið að við höfum samband við þig undir öðrum kringumstæðum í tölvupósti, bréfleiðis, í síma eða smáskilaboðum, eftir því hvaða tengiliðsupplýsingar þú gafst upp. Það geta verið ýmsar ástæður fyrir þessu:
  • Við gætum þurft að svara og meðhöndla beiðnir sem þú hefur sent.
  • Ef þú hefur ekki klárað bókun á netinu kann að vera að við sendum þér tölvupóst til að minna þig á að halda áfram með bókunarferlið. Við trúum því að þessi þjónusta sé gagnleg fyrir þig því þú getur haldið áfram með bókun án þess að þurfa að leita aftur að gististaðnum eða setja inn allar bókunarupplýsingar aftur.
  • Þegar þú nýtir þér þjónustu okkar getur verið að við sendum þér könnun eða bjóðum þér að skilja eftir umsögn um upplifun þína á vefsíðunni.
 • Lagalegur tilgangur: Í ákveðnum tilfellum gætum við þurft að nota upplýsingarnar þínar til að vinna úr og leysa lagalegan ágreining, í eftirlitstilgangi og regluvörslu.
 • Til að uppljóstra um eða fyrirbyggja svik: við gætum notað persónuupplýsingar þínar til að uppljóstra um og fyrirbyggja svik og aðra ólöglega eða óæskilega starfsemi.
 • Til að bæta þjónustu okkar: síðast en ekki síst gætum við notað persónuupplýsingar þínar í rannsóknartilgangi, til að bæta þjónustu okkar, til að bæta upplifun notenda, og til að bæta virkni og gæði ferðaþjónustu okkar á netinu.

Til að nýta upplýsingarnar þínar eins og lýst er hér fyrir ofan fylgjum við eftirfarandi lagagrundvelli:

 • Að framfylgja samningi: Notkun upplýsinga þinna gæti verið nauðsynleg til að hægt sé að framfylgja samningnum sem þú gerðir við okkur. Til dæmis ef þú notar þjónustu okkar til að bóka á netinu, munum við nota upplýsingarnar þínar til að framfylgja skuldbindingu okkar til að ljúka við bókunina og hafa umsjón með henni samkvæmt samningnum sem við gerðum við þig.
 • Lögmætir hagsmunir: Við notum mögulega upplýsingar þínar vegna lögmætra hagsmuna, til dæmis til að sýna þér það efni sem hentar þér best á vefsíðunni, með tölvupóstum og fréttabréfum, til þess að bæta og kynna vörur okkar og þjónustu sem og efni vefsíðunnar okkar, til að koma í veg fyrir svik, sem og í stjórnsýslu- eða lagalegum tilgangi.
 • Samþykki: Við reiðum okkur mögulega á samþykki þitt fyrir notkun á persónuupplýsingunum þínum í ákveðnum markaðstilgangi. Þú getur afturkallað samþykki þitt hvenær sem er með því að hafa samband við okkur á einhverju heimilisfanganna neðst í þessari trúnaðaryfirlýsingu.

Hvernig deilum við persónuupplýsingum þínum með þriðju aðilum?

 • Booking.com: við erum í samstarfi við Booking.com B.V., staðsett í Herengracht 597, 1017 CE Amsterdam, Hollandi (www.booking.com) (hér eftir Booking.com), til að bjóða þér bókunarþjónustu á netinu. Við leggjum til innihald þessarar vefsíðu og þú bókar beint hjá okkur en bókanirnar eru afgreiddar gegnum Booking.com. Upplýsingarnar sem þú setur á þessa vefsíðu verða því líka aðgengilegar Booking.com og hlutdeildarfélögum þess. Þetta kunna að vera persónuupplýsingar eins og nafn þitt, upplýsingar um hvernig hægt er að hafa samband við þig, greiðsluupplýsingar, nöfn samferðamanna og sérþarfir og óskir þínar í bókunum. Til að fræðast um Booking.com-samstæðuna, skaltu fara á Um Booking.com.
  Booking.com sendir þér staðfestingarpóst, tölvupóst með upplýsingum fyrir komu og veitir þér upplýsingar um gististaðinn og nágrenni hans. Booking.com býður einnig upp á alþjóðlegt þjónustuver allan sólarhringinn á svæðisbundnum skrifstofum á fleiri en 20 tungumálum. Með því að deila upplýsingum þínum með alþjóðlegu starfsfólki þjónustuvers Booking.com gerir þú þeim kleift að bregðast við þegar þú þarft á aðstoð að halda. Booking.com gæti notað upplýsingarnar þínar af tæknilegum ástæðum, fyrir greiningar og í markaðstilgangi eins og lýst er í trúnaðaryfirlýsingu Booking.com. Þetta kann að þýða að upplýsingunum verði deilt með öðrum hlutdeildarfélögum Booking Holdings Inc. (Agoda.com, Rentalcars.com og Kayak.com) fyrir greiningarvinnu svo hægt sé að bjóða þér ferðatengd tilboð sem gætu höfðað til þín og bjóða þér sérsniðna þjónustu. Ef þú ert með spurningar um meðhöndlun Booking.com á persónuupplýsingum þínum skaltu hafa samband við customer.service@booking.com.
 • BookingSuite: Persónuupplýsingum þínum verður mögulega deilt með BookingSuite B.V., staðsett í Herengracht 597, 1017 CE Amsterdam, Hollandi (suite.booking.com), fyrirtækið sem rekur þessa vefsíðu. BookingSuite gefur Booking.com persónuupplýsingar þínar í þeim tilgangi sem lýst er hér fyrir ofan.
 • Þjónusta þriðja aðila: Við notumst mögulega við þjónustu þriðju aðila til að vinna úr persónuupplýsingum þínum aðeins fyrir okkur sjálf. Þessi vinnsla væri aðeins í þeim tilgangi að einfalda greiðsluferli fyrir bókanir, senda frá okkur markaðsefni eða til greiningar. Þessir þjónustuaðilar eru bundnir trúnaðarkvöðum og mega ekki nota persónuupplýsingar þínar í eigin tilgangi eða öðrum tilgangi.
 • Lögmæt yfirvöld: Við látum löggæsluyfirvöldum og öðrum yfirvöldum í té persónuupplýsingar þínar af því tilskyldu að lög krefjist þess eða nauðsynlegt þykir til að koma í veg fyrir, koma upp um eða dæma um glæpi og svik.

Varðveisla persónuupplýsinga

Við varðveitum persónuupplýsingar þínar eins lengi og við teljum nauðsynlegt til að veita þér þjónustu, til að fylgja viðeigandi lögum (þar með talin lög varðandi skjalavarðveislu), til að leysa úr deilumálum við ákveðna aðila og almennt eins og þurfa þykir svo við getum framfylgt rekstri. Allar persónuupplýsingar sem við varðveitum heyra undir þessa trúnaðaryfirlýsingu.

Hvaða öryggisráðstafanir eru settar til að verja persónuupplýsingar þínar?

Í samræmi við viðeigandi lög um persónuvernd fylgjum við sanngjörnum verkferlum til að koma í veg fyrir aðgang án leyfis að og misnotkun á persónuupplýsingum. Við notum viðeigandi rekstrarkerfi og verkferla til að vernda og gæta öryggis persónuupplýsinganna sem þú gefur okkur. Við notum einnig öryggisferla og tæknilegar og efnislegar hömlur á aðgangi að og notkun á persónuupplýsingum á vefþjónum okkar. Aðeins starfsfólk með aðgangsheimild hefur leyfi til að nálgast persónuupplýsingar í vinnu sinni.

Hvernig getur þú passað upp á persónuupplýsingar þínar?

Þú hefur alltaf rétt á því að fara yfir persónuupplýsingarnar sem við höfum um þig. Þú getur beðið um yfirlit yfir persónuupplýsingarnar með því að senda okkur tölvupóst á netfangið hér fyrir neðan. Vinsamlega skrifaðu „Request personal information“ (Biðja um persónuupplýsingar) í efnislínu tölvupóstsins til að flýta fyrir.
Þú getur einnig haft samband við okkur ef þú heldur að upplýsingarnar sem við höfum um þig séu rangar, ef þú heldur að við höfum ekki lengur rétt á því að nota persónuupplýsingarnar þínar eða ef þú ert með einhverjar spurningar um notkun á persónuupplýsingum þínum eða um þessa trúnaðaryfirlýsingu. Endilega sendu okkur tölvupóst eða skrifaðu okkur með tengiliðsupplýsingunum hér fyrir neðan. Við meðhöndlum beiðni þína í samræmi við viðeigandi persónuverndarlög.

Hver ber ábyrgð á meðhöndlun persónuupplýsingum þínum?

Oriental Rivoli Hotel & Spa, Peace Road, Sharm El Sheikh, Egyptaland. Ef þú ert með einhverjar tillögur eða athugasemdir um þessa trúnaðaryfirlýsingu skaltu endilega senda tölvupóst á fo@orientalrivoli.com.